Hoppa yfir valmynd
27. september 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Heimsókn íþróttamálaráðherra Bretlands

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Tracey Crouch íþróttamálaráðherra Bretlands. - mynd
Tracey Crouch, íþróttamálaráðherra Bretlands, heimsótti Ísland á dögunum og fundaði meðal annars með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundi sínum ræddu þær um virkni og þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi og árangur Breta í þeim efnum. Ráðherrarnir hittust í sumar og kom þá til tals að auka samvinnu landanna á þeim sviðum og var heimsókn Crouch liður í því. Einnig ræddu þær á fundi sínum nú um nýjustu þróun mála er tengjast alþjóðlegu lyfjaeftirliti.

Hér á landi er í gangi tilraunaverkefni, kennt við TUFF (e. The Unity of Faiths Foundation) en markmið þess er að auka íþróttaþátttöku barna með sérstaka áherslu á börn og unglinga af erlendum uppruna. TUFF-samtök starfa einnig í Belgíu og Ástralíu auk Bretlands og hafa þau náð eftirtektarverðum árangri í því að auðvelda aðlögun og auka þátttöku barna í íþróttum. Í vetur hófu samtökin samstarf við Reykjavíkurborg og er eitt verkefni á þeirra vegum í gangi í Breiðholti og annað nýhafið í Kópavogi. 

Ráðherrarnir hittu þátttakendur í TUFF-verkefninu og fengu kynningu á framgangi þess hér á landi. Síðan heimsóttu þær Íþróttafélagi Reykjavíkur í Breiðholti og kynntust starfseminni þar. Formlegri dagskrá dagsins lauk síðan með sýnikennslu í íþróttagreinunum krikket og netabolta (e. netball).

Þess utan tóku ráðherrarnir í hádeginu þátt í ráðstefnu um þjóðarleikvanga og reynslu Breta af Ólympíuleikunum. Ráðstefnan var skipulögð af KSÍ, breska sendiráðinu og Bresk-íslenska viðskiptaráðinu.

  • Heimsókn íþróttamálaráðherra Bretlands - mynd úr myndasafni númer 1
  • Heimsókn íþróttamálaráðherra Bretlands - mynd úr myndasafni númer 2
  • Heimsókn íþróttamálaráðherra Bretlands - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum