Hoppa yfir valmynd
17. maí 2019

Frumsýning kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur í Cannes

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar „Hvítur, hvítur dagur“ var frumsýnd í Cannes í gær.  Myndin var valin til þátttöku í Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra, var viðstaddur frumsýninguna ásamt fjölmenni.  Kviðmyndin fékk gríðarlega góðar viðtökur og hefur þegar verið seld til fjölda dreifingaraðila. Með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Þetta er önnur mynd Hlyns í fullri lengd, en sú fyrri, Vetrarbræður, hlaut mikið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum