Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp til nýrra laga um Umhverfisstofnun í kynningu

Merki Umhverfisstofnunar - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um Umhverfisstofnun. Markmið frumvarpsins er að setja skýrari umgjörð um hlutverk Umhverfisstofnunar.

Gildandi lög um Umhverfisstofnun eru frá árinu 2002 og voru sett við stofnun hennar. Lögin vísa til þess að stofnunin fari með þau verkefni sem Hollustuvernd ríkisins, Náttúrvernd ríkisins og embætti veiðistjóra voru falin samkvæmt tilteknum lögum sem talin eru upp. Í lögunum er hins vegar ekki fjallað efnislega um hlutverk stofnunarinnar og verkefni hennar.

Í frumvarpinu er fjallað með ítarlegri hætti en áður um hlutverk Umhverfisstofnunar, en stofnunin starfar einnig samkvæmt ýmsum sérlögum á sviði umhverfismála. Gerð er grein fyrir helstu málaflokkum sem stofnunin hefur umsjón með, þeim heimildum sem hún hefur yfir að ráða og helstu ábyrgðarsviðum stofnunarinnar með vísan til viðeigandi löggjafar.

Umsögnum um frumvarpið skal skilað fyrir 9. febrúar nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun (Heildarlög) (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum