Hoppa yfir valmynd
15. mars 2019 Utanríkisráðuneytið

Íslendingar í Christchurch láti vita af sér

Frá Christchurch á Nýja-Sjálandi - myndWikimedia Commons
Vegna hryðjuverkanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi í morgun hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga sem staddir eru í borginni til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Aðrir á vettvangi eru hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum. Þá er þeim bent á að virða lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum.

Tilkynningar þess efnis hafa verið birtar á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins og Twitter. 

Samkvæmt upplýsingum frá ræðismanni Íslands á Nýja-Sjálandi, sem hóf eftirgrennslan strax og um tilkynnt var um árásirnar, eru ekki vísbendingar um að Íslendingar séu í hópi látinna eða slasaðra. Engu að síður eru þeir sem kunna að vera í vanda staddir vegna árásanna í Christchurch hvattir til að láta frá sér heyra. Símanúmer borgaraþjónustunnar eru +354 545 0112 og +354 545 9900.

Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa sent frá sér samúðarkveðjur á Twitter vegna hryðjuverkanna í Christchurch. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira