Hoppa yfir valmynd
14. september 2016 Innviðaráðuneytið

Alþingi samþykkir lög um timbur og timburvöru

Timbur úr Hallormsstaðaskógi. Mikilvægt er að vinnsla timburs sé með sjálfbærum hætti. - mynd

Alþingi hefur samþykkt ný lög um timbur og timburvöru. Tilgangur laganna er að koma í veg fyrir markaðssetningu á ólöglega höggnum við og vörum úr slíkum viði.

Eftirspurn eftir timbri og timburvörum hefur aukist á heimsvísu og er ólöglegt skógarhögg útbreitt vandamál. Ólöglegt skógarhögg veldur skógeyðingu og hnignun skóga sem sýnt hefur verið fram á að orsaki um 20% af losun koltvísýrings í heiminum, ógnar líffræðilegri fjölbreytni, grefur undan sjálfbærri skógarstjórnun og þróun, eykur jarðvegseyðingu og getur ýtt undir veðurhamfarir og flóð.

Markmið laganna er margþætt. Í fyrsta lagi er horft til þess að þau vinni gegn ólöglegu skógarhöggi með því að banna markaðssetningu timburs og timburvöru úr ólöglega höggnum viði. Í öðru lagi er markmið þeirra að stuðla að sjálfbærri skógarstjórnun og í þriðja lagi er horft til þess að þau dragi úr loftslagsbreytingum á kostnaðarhagkvæman hátt.

Með lögunum eru innleiddar þrjár reglugerðir Evrópusambandsins sem lúta að markaðssetningu á timbri og timburvöru.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum