Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráðsfundur um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt í dag fyrsta samráðsfundinn af þremur um leiðarval fyrir framtíðarveg um Gufudalssveit og Múlasveit í Austur-Barðastrandasýslu. Fundinn sátu fulltrúar umhverfisráðuneytis, sveitarfélaganna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrufræðistofnunar Íslands, auk fulltrúa innanríkisráðuneytisins og Vegagerðarinnar.

Samráðsfundur um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum.
Samráðsfundur um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samráðsfundur 5Farið var yfir sjónarmið fundarmanna en lengi hefur staðið fyrir dyrum að endurbæta Vestfjarðaveg nr. 60, einkum kaflann á milli Vatnsfjarðar og Þorskafjarðar þar sem um fjallvegi er að fara og vegir illfærir og erfiðir yfirferðar. Hafa síðustu verkefnin á því sviði einkum verið á kafla milli Vatnsfjarðar og Kollafjarðar þar sem unnið er að uppbyggingu heilsársvega. Á austasta hluta þessarar leiðar, milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar eru erfiðustu hjallarnir og þar hafa verið uppi nokkrar hugmyndir um framtíðarvegstæði en um þau hafa staðið deilur.

Samráðsfundur 3Næstu samráðsfundir um málið verða haldnir miðvikudaginn 17. ágúst og fimmtudaginn 25. ágúst. Ráðherra leggur áherslu á að málið verði til lykta leitt á næstu vikum og framkvæmdin verði sett inn í samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira