Hoppa yfir valmynd
16. maí 2019

Útgáfuteiti bókarinnar Les volcans et les hommes

Í samstarfi við sjónvarpsstöðina ARTE fagnaði sendiráðið í París í gær útgáfu bókarinnar Les volcans et les hommes (Eldfjöllin og mennirnir) eftir franska jarðfræðinginn Arnaud Guérin. Samtímis voru sýndar tvær heimildarmyndir eftir Guérin sem fjalla um eldfjöll á Íslandi, en heimildarmyndirnar eru hluti af þáttaröð Guérin sem fjallar um samvist þeirra sem búa í návígi við eldfjöll um allan heim. Þáttaröðin er sýnd á sjónvarpsstöðinni ARTE um þessar mundir og eru tveir þættir sérstaklega tileinkaðir Íslandi. 

Samspil manns og náttúru hefur alltaf verið okkur Íslendingum hugleikið og því var tilvalið að nýta þá athygli sem þættirnir vekja til að kynna fegurð og mátt íslenskra eldfjalla fyrir aðilum úr frönsku menningar- og fjölmiðlalífi en einnig fyrir sérfræðingum UNESCO, en innan vébanda stofnunarinnar eiga Íslendingar t.d. tvo jarðvanga, Global Geoparks, á Reykjanesi og við Kötlu, og þar er nú til umfjöllunar umsókn Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður verði tekinn á heimsminjaskrá UNESCO. 

Fjölmenni sótti viðburðinn og hlustaði á umfjöllun Guérin um gerð heimildamyndanna á Íslandi og bókarinnar. Að því loknu voru myndirnar tvær sýndar og bornar fram veitingar. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum