Hoppa yfir valmynd
12. mars 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Höfundar fá greitt vegna útlána Hljóðbókasafns Íslands

Reglum úthlutunarnefndar Bókasafnasjóðs höfunda hefur nú verið breytt í þá veru að höfundar hljóðbóka sem lánað er gegnum Hljóðbókasafn Íslands fá nú einnig greitt úr sjóðnum.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Þetta er ákveðið sanngirnismál, afnot af bókum gegnum Hljóðbókasafn Íslands eru mikilvæg fyrir hóp fólks á öllum aldri sem ekki getur nýtt sér hefðbundnar prentaðar bækur eða rit. Höfundar þeirra verka fá nú einnig greitt fyrir þau afnot af hljóðbókum sinna verka.“

Sjóðurinn úthlutar greiðslum til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa í samræmi við útlán verka þeirra. Framlög til bókasafnasjóðsins hafa verið aukin verulega á síðustu árum munum þau nema rúmum 197 milljónum kr. á þessu ári.



Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 1998 þegar hann var formlega settur á laggirnar. Greitt er fyrir útlán ársins á undan en í fyrra hlutu 813 höfundar greiðslur fyrir afnot ársins 2019 sem þá námu 1,8 milljónum útlána á bókasöfnum hér á landi.

Breyting þessi er afrakstur heildarendurskoðunar á reglum Bókasafnasjóðs höfunda, sem unnar voru í góðu samráði við Rithöfundasamband Íslands og Hljóðbókasafn Ísland. Afrakstur hennar eru nýjar reglur um sjóðinn sem nú má nálgast á vef Stjórnartíðinda.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum