Hoppa yfir valmynd
31. desember 2017 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 77/2017 Úrskurður 22. desember 2017

Mál nr. 77/2017 Aðlögun kenninafns: Símonardóttir

Hinn 22. desember 2017 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 77/2017.

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 13. desember 2017, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um að dóttir hennar skuli vera kennd til eiginnafns föður síns, Simon þannig að nafnið Simon verði lagað að íslensku máli í Símon. Óskað er eftir að kenninafn dótturinnar verði Símonardóttir.

Ekkert er í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, sem stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Fallist er á föðurkenninguna Símonardóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum