Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni 2008

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2008 í samræmi við stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.

Afgreiðsla styrkja til gæðaverkefna fyrir árið 2008 eru nú rafræn að fullu. Rafræn afgreiðsla er liður í rafrænni stjórnsýslu heilbrigðisráðuneytisins en Umsóknavefur Stjórnarráðsins hýsir þær umsóknir sem hljóta rafræna afgreiðslu innan Stjórnarráðsins.

Umsækjendur um styrki til gæðaverkefna þurfa að sækja um aðgang að Umsóknavef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is. Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda (ekki á kennitölu stofnunar) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu. Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.

Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja heilbrigðisráðuneytið undir flipanum Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir styrki til gæðaverkefna. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna í ráðuneytinu með því að skrá sig inn á umsóknavefinn.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2009.

Í styrkumsókn þarf markmið verkefnis að koma fram, framkvæmdaáætlun og hvernig nýta má niðurstöður til að bæta þjónustuna. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga.

Nánari upplýsingar um styrki til gæðaverkefna veitir Vigdís Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu í síma 545 8700 eða í tölvupósti á [email protected]Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira