Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Endurnýjun þjónustusamnings við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðsluseturs atvinnulífsins - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur endurnýjað samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

Frá árinu 2017 hefur Hæfnisetrið lagt áherslu á að koma á fræðslu innan fyrirtækja í ferðaþjónustu í samvinnu við ýmsa fræðsluaðila. Yfir 90 fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustuna. Enn fremur hefur Hæfnisetrið þróað þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat í starfsgreinum ferðaþjónustunnar í samvinnu við greinina og skóla.

Næstu þrjú árin eða til ársins 2023 munu áherslur í starfi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar taka mið af breyttum aðstæðum í umhverfi greinarinnar og þannig styðja við framgang og sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu.

Markmiðið með nýjum samningi er að framfylgja stefnu stjórnvalda á sviði hæfni, gæða og þekkingar í ferðaþjónustu og tengja vinnu Hæfnisetursins við svæðisbundin stoðkerfi greinarinnar og áherslur hvers landshluta í samvinnu við hagaðila.

Hæfnisetrinu er einnig ætlað að aðstoða við að koma á fræðslu um allt land og nýta lausnir í stafrænni þróun með hliðsjón af breyttum áherslum á sviði öryggis, ferðavilja, heilsu, sjálfbærni ofl.

Einnig verður lögð áhersla á að þróa og fylgja eftir formlegu þrepaskiptu starfsnámi í greininni í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hagaðila með aukna hæfni starfsmanna í ferðaþjónustu að leiðarljósi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum