Hoppa yfir valmynd
23. september 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Afreksfólk í Aþenu

MYND: Afreksfólk í Aþenu
Afreksfólk í Aþenu

Íslenska íþróttafólkið hefur staðið sig með afbrigðum vel á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu.

Eins og kunnugt er þá vann Kristín Rós Hákonardóttir sundkona gullverðlaun í 100 m baksundi og setti um leið heimsmet. Þá hefur Kristín Rós unnið til silfurverðlauna í 100 m bringusundi.

Frjálsíþróttamaðurinn Jón Oddur Halldórsson vann silfurverðlaun í 100 m hlaupi.

Þau munu bæði keppa á sunnudaginn aftur, Kristín Rós í 50 m skriðsundi og Jón Oddur í 200 m hlaupi.

Starfsfólk félagsmálaráðuneytisins óskar Kristínu Rós og Jóni Oddi, sem og öðru íslensku íþróttafólki, til hamingju með árangurinn í Aþenu og óskar þeim velgengni á sunnudaginn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum