Hoppa yfir valmynd
23. september 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þriggja áratuga norrænt samstarf um jafnréttismál

Norrænt samstarf um jafnréttismál er 30 ára. Af því tilefni er efnt til málþings í Borgarleikhúsinu þann 24. september undir fyrirsögninni Hvar stöndum við – hvert stefnum við?

Meðal þeirra sem þar halda erindi eru Tarja Halonen forseti Finnlands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Marko Pomerants félagsmálaráðherra Eistlands.

Norrænt samstarf á sviði jafnréttismála hefur á undanförnum árum eflst mjög m.a. með auknu samstarfi við Eystrasaltsríkin. Norrænu jafnréttisráðherrarnir, sem funda í Reykjavík þann 23. september, ætla því einnig daginn eftir að funda með starfssystkinum sínum frá Eystrasaltsríkjunum til að ræða nýja samstarfsáætlun í jafnréttismálum. Einnig verður farið yfir stöðu mála varðandi átak gegn mansali.

Á fundi norrænu jafnréttismálaráðherranna verður meðal annars kynnt framkvæmd nýrra laga um fæðingarorlof á Íslandi og ný finnsk skýrsla um launajafnrétti.

Eftir fund ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þann 24. september verður haldinn fréttamannafundur á Nordica Hóteli kl. 11.00. Þar sitja fyrir svörum jafnréttisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Fulltrúum fjölmiðla er boðið að sitja afmælismálþingið í Borgarleikhúsi sem hefst kl. 13:45 á föstudag.

Frekari upplýsingar um ráðherrafundina og afmælismálþingið veitir Ingi Valur Jóhannsson félagsmálaráðuneyti í síma 545 8145



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum