Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Upplýsingaskiptasamningur undirritaður

Undirritun upplýsingaskiptasamningsins. Sendiherrar Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í London undirrituðu samninginn. - mynd

Undirritaður var í dag upplýsingaskiptasamningur Íslands við Sameinuðu arabísku furstadæmin. Með honum er lögð lokahönd á sameiginlegt átak Norðurlandanna sem hófst árið 2006. Með þessu hafa verið undiritaðir alls 44 upplýsingaskiptasamningar við ríki sem OECD hefur skilgreint sem lágskattaríki.

Samingurinn við Sameinuðu arabísku furstadæmin, eins og hinir 43 samningarnir, tekur til upplýsingaskipta samkvæmt beiðni sem þýðir að skattayfirvöld þurfa að hafa yfir að ráða lágmarksupplýsingum um skattaðilann svo að unnt séaðsinna beiðni um upplýsingar.

Með þessum samningum víkkar net upplýsingaskiptasamninga verulega, bæði fyrir Ísland og hin Norðurlöndin. Fyrir daga þeirra höfðu íslensk stjórnvöld fá úrræði til að sannreyna upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum í eigu Íslendinga í lágskattaríkjum eða um tekjur eigenda sem af eignarhaldinu hlaust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum