Hoppa yfir valmynd
30. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Stjórnsýsla á alltaf að vera til endurskoðunar

Öll stjórnsýsla á alltaf að vera til endurskoðunar og í umbreytingastarfi á málefnið að vera í forgrunni en ekki persónur og leikendur heldur hagsmunir þeirra sem löggjöfin hefur áhrif á, í þessu tilviki útlendingar utan EES sem vilja flytja til Íslands.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á fundi um mannréttindamál í dag.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á fundi um mannréttindamál í dag.

Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars í ávarpi sínu við setningu sjötta fundar ráðuneytisins í fundaröðinni um mannréttindamál. Að þessu sinni var fjallað um aðgang  þeirra sem leita hingað og eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins. Auk ávarps innanríkisráðherra flutti Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, kveðju ráðherrans og ávarp fyrir hans hönd.

Frá fundi innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í dag.

Innanríkisráðherra sagði málefni útlendinga ekki málefni eins ráðuneytis, hann snerti mörg ráðuneyti en helst innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti. Sagði hann gott samstarf hafa tekist milli þessara tveggja ráðuneyta og að menn væru sammála um að hafa í huga að breyta þyrfti hugsanlega núverandi kerfi. Ráðherra varpaði því einnig fram hvort velferðarkerfið myndi rísa undir miklum fjölda þurfandi aðkomufólks og sagði síðan:

,,Hvaða áhrif hefur frekari opnun á íslenskt samfélag og hvaða áhrif hefur hún á íslenskt velferðarkerfi? Þarna tel ég að heillavænlegra sé að stíga skref en taka ekki  heljarstökk, en á sama tíma má óttinn við skrefin ekki gera það að verkum að við stöndum í stað.
í tíð minni sem innanríkisráðherra, hef ég orðið vitni að einstaklingsmálum sem sýna fram á ágalla í löggjöfinni. Ef lagabókstafurinn er þannig að ósanngirnin blasir við þeim sem fylgjast með framkvæmdinni, þá þarf að lagfæra lagabókstafinn. Miðað við þá fundi sem ég hef átt með starfsnefndinni þá þykir mér ljóst að þessi endurskoðun mun vera mjög til góðs og með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi. Það er ekki þar með sagt að niðurstaðan verði endanleg og eilíf, þvert á móti, löggjöf þarf stöðugt að betrumbæta, sem áður segir, sérstaklega löggjöf sem hefur afgerandi áhrif á líf fólks.”

Frá fundi innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í dag.

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra og formaður starfshóps um málefni útlendinga utan EES, flutti erindi þar sem hún fór yfir vinnu hópsins um endurskoðun löggjafar um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi og mótun stefnu í málefnum útlendinga utan EES. Hópurinn heTilvitnunfur haft samráð við fjölmörg félagasamtök og stofnanir og tóku fulltrúar margra þeirra í pallborðsumræðum að loknu erindi Höllu. Í erindi sínu fór hún yfir skilyrði fyrir dvalarleyfi á Íslandi, leiðina til fullra réttinda og leiðina að velferðarkerfinu. Rakti hún hvernig dvalarleyfum er skipt í ýmsa flokka eftir ástæðum umsóknar. Fór hún síðan yfir stöðuna eins og hún er nú og minntist á ýmsar tillögur til breytinga og álitaefni sem væru til umræðu í starfshópnum, bæði er lúta að dvalarleyfum og atvinnuleyfum og varðandi málefni hælisleitenda og flóttafólks. Kom meðal annars fram að hentugast væri að ein heildarlög giltu um málefni útlendinga og að brýnt væri að fræða vel um réttindi og skyldur útlendinga sem flytjast til Íslands.

Að loknu erindi Höllu voru pallborðsumræður og áttu eftirtalin samtök fulltrúa í pallborðinu: Mannréttindaskrifstofa Íslands, Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, No borders, Rauði kross Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hljóðupptaka frá fundinum

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum