Hoppa yfir valmynd
6. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka 2010-2013

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka árin 2010 -2013.

Um framlögin gilda lög nr.  162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Þetta framlag fer til stjórnmálasamtaka sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð 2,5% atkvæða. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

Greiðslur frá alþingiskosningum 2009 hafa skipst á stjórmálasamtök eins og hér segir en greiðsla ársins fer fram í byrjun árs:

Flokkur 2010 2011 2012 2013 Samtals
Framsóknarflokkur
50.928.474
46.315.223
44.929.724
44.138.011
186.311.433
Sjálfstæðisflokkur
81.582.272
74.192.308
71.972.880
70.704.635
298.452.095
Frjálslyndi flokkurinn
-
-
-
-
-
Borgarahreyfingin -þjóðin á þing
24.856.567
22.604.985
21.928.768
21.542.358
90.932.678
Lýðræðishreyfingin
-
-
-
-
-
Samfylkingin
102.518.859
93.232.397
90.443.394
88.849.678
375.044.329
Vinstrihreyfingin -grænt framboð
74.613.828
67.855.087
65.825.234
64.665.318
272.959.466
Samtals
334.500.000
304.200.000
295.100.000
289.900.000
1.223.700.000

Til viðbótar þessum greiðslum er árlegt framlag til þingflokka, einnig samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Það framlag skiptist þannig að greidd er jafnt einingaverð fyrir hvern þingmann, eitt einingaverð fyrir hvern þingflokk og tólf einingaverð til flokka sem standa utan ríkisstjórnar og skiptist það jafnt á milli þeirra. Skrifstofa Alþingis sér um útgreiðslur á þeim fjárlagalið.

Á árinu 2010 var bætt inn í lögin heimildarákvæði um að stjórnmálasamtök sem bjóði fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj.kr. Á þetta mun reyna nú í fyrsta sinn í kjölfar nýliðinna alþingiskosninga og mun innanríkisráðuneytið setja verklagsreglur og hafa yfirumsjón með þessum styrkjum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum