Hoppa yfir valmynd
2. mars 2023 Utanríkisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Rússlandi vikið úr fjármálaaðgerðahópnum FATF

Alþjóðlegur fjármálaaðgerðahópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) hefur ákveðið að víkja Rússlandi úr hópnum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ákvörðunin var tekin á allsherjarfundi FATF sem lauk þann 24. febrúar sl. þegar ár var liðið frá upphafi innrásarinnar. Úkraína hafði ítrekað kallað eftir því að Rússlandi yrði vikið úr stofnuninni.

Í yfirlýsingu frá FATF er meðal annars vísað til þess að aðgerðir Rússlands gangi gegn meginreglum og markmiðum hópsins sem er ætlað að stuðla að öryggi og heilleika alþjóðlega fjármálakerfisins.

Ekki hefur áður komið til þess að aðildarríki FATF sé vikið úr samstarfinu í um 34 ára sögu þess. Áður hafði aðild Rússlands verið takmörkuð og gat ríkið því aðeins tekið þátt í samstarfinu að takmörkuðu leyti. Brottvikningin felur meðal annars í sér að Rússlandi verður ekki heimilt að taka þátt í starfi samtakanna, sækja fundi né hafa aðgang að skjölum. Rússland verður aftur á móti áfram skuldbundið til að taka þátt í aðgerðum gegn peningaþvætti í samræmi við kröfur FATF sem aðili að Evrasíuhópnum, sem er svæðisstofnun FATF. Auk þess ber Rússland áfram fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart stofnuninni og sæta eftirliti af hálfu FATF.

Ísland hefur verið  aðili að FATF frá árinu 1991.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum