Hoppa yfir valmynd
6. október 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Framkvæmdir við Landspítala: Uppsteypa meðferðarkjarnans hefst innan skamms

Nýr Landspítali ohf. hefur tekið tilboði Eyktar hf. um uppsteypu meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Eykt bauð 8,68 milljarða króna í verkið sem er um 82% af kostnaðaráætlun. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð og verkefnið er meðal stærstu áfanga uppbyggingar Landspítala við Hringbraut. Áætlað er að verkið geti hafist í nóvember og að framkvæmdatíminn verði um þrjú ár.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum