Hoppa yfir valmynd
14. desember 2004 Innviðaráðuneytið

Tilkynning frá samgönguráðuneytinu

Að gefnu tilefni vill samgönguráðuneytið koma því á framfæri að breyting á reglugerð nr. 575/2001 felur ekki í sér breytingu á sektarfjárhæð einstakra umferðarlagabrota.

Reglugerð nr. 966/2004 breytir 1.gr. reglugerðar nr. 575/2001, um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarbrota, að því leyti að "Í stað orðanna 100.000 kr. í 1.gr. 1.mgr. kemur 300.000 kr." 1.mgr. 1.gr. er því svohljóðandi eftir breytingunar: "Sektir allt að 300.000 krónum og sviptingu ökuréttar vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga og reglna, settra samkvæmt þeim, skal ákvarða í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem birtast í viðaukum I - III við reglugerð þessa."

Tilgangur þessarar breytingar er að auðvelda lögreglustjórum, og ökumönnum sem brotið hafa umferðarlög, að ljúka málinu með svokallaðri lögreglustjórasátt. Hámarksfjarhæð umferðarlagabrota sem heimilt er að ljúka með lögreglustjórasátt hækkar nú úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Sé fjárhæðin aftur á móti hærri en sem nemur 300 þúsund krónum sætir brotlegur einstaklingur dómsmeðferð.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum