Hoppa yfir valmynd
15. desember 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Vinnu- og hvíldartími sjómanna

Reglugerð nr. 975/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum hefur tekið gildi.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd skipverja á íslenskum fiskiskipum í tengslum við skipulag vinnutíma.

  • Reglugerðin mælir meðal annars fyrir um lágmarksaldur skipverja, en hann er 15 ár. En rétt er að taka fram að vinnutími skipverja 15-18 ára fer eftir ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga nr.426/1999.
  • Einnig er mælt fyrir um hámarksfjölda vinnustunda skipverja, en hann nemur 48 klukkustundum á viku. Nánari útlistun á hámarksfjölda vinnustunda er að finna í 3.gr. reglugerðarinnar.
  • 9.gr. reglugerðarinnar kveður á um að heimilt sé með kjarasamningum að víkja undan ákvæðum um vinnu- og hvíldartíma.

Reglugerðin fellir úr gildi reglugerð nr. 208/2004 en efnislega eru reglugerðirnar hliðstæðar. Hin nýja reglugerð er færð til samræmis við nýja gerð í EES-samningnum, tilskipun nr. 2000/34.

Umrædd reglugerð var samin í samvinnu við hagsmunafélög útgerðarmanna og sjómanna og er full sátt um efni hennar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira