Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp um meinatækna

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur lagt fyrir þingflokka ríkisstjórnarflokkanna frumvarp til laga um breytingu á lögum um meinatækna. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsheiti meinatækna verði breytt úr meinatæknir í lífeindafræðingur og að ákvæði um að meinatæknir starfi á ábyrgð sérfræðings falli brott. Ákvæði af því tagi er ekki að finna í lögum um aðrar heilbrigðisstéttir með hliðstæða menntun. Þá er lagt til að heimilt verði að setja reglugerð um sérfræðiviðurkenningu meinatæknis/lífeindafræðings.  Loks er lagt til að gerð verði breyting á ákvæðum laga um heilbrigðisþjónustu þess efnis að leita skuli álits landlæknis á því hvort aðili sem sækir um rekstrarleyfi fyrir heilbrigðisstofnun, þ.m.t. rannsóknastofu, uppfylli þær faglegu kröfur sem gera þurfi til starfseminnar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira