Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Grænlensk starfssystir heilbrigðisráðherra í heimsókn

Asii Chemnitz Narup, ráðherra heilbrigðis- og fjölskyldumála í grænlensku heimastjórninni, er stödd hérlendis í boði Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Grænlensk starfssystir heilbrigðismálaráðherra dvelur hér fram að helgi en með henni í för er Sören Rendal, ráðuneytisstjóri í grænlensku heilbrigðisstofnuninni. Í morgun áttu þau fund með Jóni Kristjánssyni og embættismönnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Ræddu ráðherrarnir meðal annars samskipti þjóðanna á heilbrigðissviði fyrr og nú og sömuleiðis möguleikum á nánara samstarfi á þessu sviði framtíðinni. Gestirnir kynna sér íslenska heilbrigðisþjónustu í dag og á morgun og sækja m.a. heim Landspítala – háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Efstaleiti, Landlæknisembættis, Lýðheilsustöð og ræða við forsvarsmenn þessara stofnana.

Grænlenski heilbrigðisráðherrann



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum