Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Rannsókn á munnheilsu barna

Nú stendur yfir landsrannsókn á munnheilsu íslenskra barna. Þetta er fyrst áfangi umfangsmikillar rannsóknar á tannheilsu Íslandinga sem fyrirhuguð er. Markmið rannsóknarinnar er almennt að fá upplýsingar um munnheilsu Íslendinga og að fá upplýsingar um hvaða áhættuþættir það eru sem tengjast slæmri munnheilsu. Verið er að kanna munnheilsu sex, tólf og fimmtán ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni en í vor verða börn á landsbyggðinni skoðuð. Gert er ráð fyrir að ljúka rannsókninni á yfirstandandi skólaári. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri tannheilsudeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

Kynning á munnheilsurannsókn



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum