Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjafyrirtæki greiðir Tryggingastofnun

Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme (MSD) á Íslandi hefur ákveðið að leggja fram rúmar 4,5 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. Þetta er vegna kostnaðar sem stofnunin hafði af niðurgreiðslu lyfsins Vioxx (rofecoxib) til sjúklinga. Merck Sharp  &  Dohme  á Íslandi bauðst til þess að endurgreiða sjúklingahlutann  þegar lyfið var innkallað og tekið af markaði af frumkvæði fyrirtækisins síðast liðið haust. Það hefur nú  ákveðið að taka skrefið til fulls og leggur fram á fimmtu milljón króna vegna hlutar Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaðinum. Fjárframlag  MSD til Tryggingastofnunar ríkisins samsvarar greiðsluhluta Tryggingastofnunar  í  pakkningunum  sem  sjúklingar skiluðu inn frá því lyfið var innkallað til s.l. áramóta. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fagnar þessum málalokum og því frumkvæði sem fyrirtækið hefur sýnt í þessu máli.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum