Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu að vegalögum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á vegalögum nr. 80/2007. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir um drögin til og með 9. febrúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Markmiðið með lagabreytingunni er meðal annars að tryggja lagastoð til að unnt sé að innleiða ákvæði tilskipana Evrópuþingsins um álagningu gjalda á flutningabifreiðar fyrir notkun þeirra á  tilteknum samgöngumannvirkjum, svo sem vegum, brúm og jarðgöngum hérlendis sem eru hluti af samevrópska vegakerfinu. Í tilskipuninni er að finna ákvæði um skyldu aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins til að koma á fót viðeigandi eftirliti og viðurlögum við hugsanlegum brotum.

Ráðuneytið vinnur nú að innleiðingu ofangreindra tilskipana með reglugerð og um leið tillögu að framangreindri breytingu á vegalögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira