Hoppa yfir valmynd
26. september 2012

Hagkerfið komið úr klakaböndum

Atvinnuleysi, samanburður á millil landa
Atvinnuleysi, samanburður á millil landa

Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja þjóðhagsspá og fjallar um hana undir fyrirsögninni „Klakaböndin bresta“.  Hún hefst á eftirfarandi orðum:

„Sá bati sem hófst í íslensku efnahagslífi árið 2010 hefur haldið áfram í ár þrátt fyrir erfiðleika í mörgum nálægum ríkjum og ýmis kerfislæg vandamál sem íslenska hagkerfið glímir enn við eftir hrunið 2008. Hefur hagvöxturinn, sem við áætlum að verði 3,2% í ár, verið á breiðum grundvelli og nægur til að draga úr slakanum í hagkerfinu. Vöxtur í neyslu, fjárfestingu og útflutningi skýri hagvöxtinn, sem hefur verið nálægt meðalhagvexti síðustu þriggja áratuga. Reiknum við með því að fjárfesting aukist um 11,6% í ár, einkaneysla um 3,4% og útflutningur um 5,0%. Til grundvallar liggur aukinn kaupmáttur launa, sögulega lágir vextir, eftirgjöf á skuldum fyrirtækja og heimila, hækkun eignaverðs og lágt raungengi. Samhliða hefur dregið úr atvinnuleysi og störfum fjölgað. Spáum við því að atvinnuleysi verði 5,7% í ár.“

Að mati Íslandsbanka er verðbólgan enn yfir markmiðum peningastefnunnar og Seðlabanki Íslands muni bregðast við með einhverri hækkun stýrivaxta. Engu að síður spáir bankinn hjaðnandi verðbólgu á næstu misserum; hún verði 5,3% í ár, 4,1% á næsta ári og 3,9% árið 2014.

Aukin bjartsýni

Spá Íslandsbanka er í ágætu samræmi við fyrirliggjandi gögn meðal annars Seðlabankans, Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar. Þá endurspeglast batinn einnig í mælingum Capacent Gallup á væntingum fólks og viðhorfum. Væntingavísitalan hækkaði í september, sjötta mánuðinn í röð, og er nú 90,1 stig. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan vorið 2008. Hún var að meðaltali 60 allt árið í fyrra og er því um umtalsverð umskipti að ræða. Þess má geta að væntingavísitalan byggist á svörum fólks við fimm spurningum: mati á núverandi efnahagsaðstæðum, væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuði, mati á núverandi ástandi í atvinnumálum, væntingum til ástands í atvinnumálum eftir 6 mánuði og loks væntingum til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuði.

Gögn um aukinn kaupmátt koma einnig heim og saman við aukna bjartsýni eins og meðfylgjandi mynd sýnir glöggt. Rauða línan sýnir kaupmáttarstigið þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við völdum en skyggði hlutinn sýnir valdatíma hennar:

Kaupmáttur launa 2007 til 2012















Atvinnuleysi hefur að jafnaði mælist minna fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, eða um 6,7% á móti 7,6% samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Í ljósi þessarar þróunar telur greining Íslandsbanka það ekki koma á óvart að þeim fari ört fjölgandi sem líta atvinnuástandið jákvæðum augum um þessar mundir, en bankinn spáir sjálfur að atvinnuleysi allt árið verði 5,7%.

Atvinnuleysi, samanburður á millil landa



 Heimild: Íslandsbanki

Batinn á vinnumarkaði

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar fjölgaði starfandi fólki um 2.100 á vinnumarkaði milli 2. ársfjórðungs 2011 og sama ársfjórðungs 2012. Á sama tíma fækkaði atvinnulausum um 2500. Langtímaatvinnulausum fækkaði  um 1.100 milli ára. 

Færri störf voru hins vegar á vinnumarkaði í ágúst síðastliðnum en í ágústmánuði árið áður. Taflan hér að neðan sýnir hve hratt störfum fjölgaði frá febrúar fram í júlí á þessu ári. En hún og línuritið sýna jafnframt að óvissan um fjölda starfa er mikil frá mánuði til mánaðar. Þannig skeikar t.d. 4.600 störfum á mælingum Hagstofu Íslands í júlí og í ágúst, aðeins mánuði síðar. Það er því óvarlegt að álykta um nákvæman fjölda starfa og ástand vinnumarkaðarins nema með því að athuga þróunina yfir lengra tímabil. 

Atvinnuleysi 2011 og 2012, tölur frá júlí og ágúst

 Árið 2012
 Tölur í júlí
 Tölur í ágúst
 Janúar  166.500  166.500
 Febrúar  166.800  166.700
 Mars  167.700  167.000
 Apríl  168.900  167.200
 Maí  170.100  167.200
 Júní  170.800  167.000
 Júlí  171.100  166.500
 Ágúst    166.100

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum