Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2018 Utanríkisráðuneytið

SACEUR í vinnuheimsókn á Íslandi

Guðlaugur Þór Þórðarson og Curtis Scaparrotti hershöfðingi - myndUtanríkisráðuneytið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í gær á móti Curtis M. Scaparrotti hershöfðingja í Bandaríkjaher og æðsta yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR). 

Scaparrotti kom hingað til lands í vikubyrjun í stutta vinnuheimsókn. Hann átti fundi með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í fyrradag, bæði um tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna og samvinnu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Í gær áttu þeir Scaparrotti og Guðlaugur Þór svo stuttan fund í utanríkisráðuneytinu um þessi sömu mál, auk þess sem þeir ræddu stöðu og horfur í alþjóðamálum. 

Áður en Scaparrotti hélt af landi brott síðdegis í gær skoðaði hann aðstöðuna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fylgd með embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu og starfsfólki Landhelgisgæslunnar. 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira