Hoppa yfir valmynd
12. desember 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stöðug þróun í fjármögnunarumhverfi nýsköpunar

Umfangsmikil greiningarvinna á fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi hefur átt sér stað hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu á síðustu vikum. Virkt samtal við hagaðila á borð við nýsköpunarfyrirtæki, fjárfesta, lífeyrissjóði og aðila úr sprotaumhverfinu er lykilatriði í verkefninu og í því skyni bauð ráðuneytið 20 aðilum úr nýsköpunarumhverfinu að taka þátt í vinnustofu um fjármögnun nýsköpunar sem fram fór í liðinni viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt sérfræðingum ráðuneytisins tók einnig þátt í vinnustofunni. “Á sama tíma og fjárframlög hafa aukist þarf að leggja áherslu á stuðning á þeim sviðum þar sem helst er þörf á opinberri aðkomu hverju sinni,” segir Áslaug Arna.

Yfirskrift vinnustofunnar var Að greina styrkeika og veikleika í fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi og var hún haldin með öflun sjónarmiða fjölbreyttra aðila að markmiði. Niðurstöður vinnustofunnar verða síðan nýttar við mótun aðgerðaáætlunar um þátttöku ráðuneytisins í fjármögnunarumhverfi nýsköpunar. Samrómur var meðal þátttakenda um að mikil og jákvæð framþróun hafi átt sér stað á síðustu árum þegar kemur að fjármögnunarumhverfinu. Einnig er almenn ánægja með sveigjanleika kerfisins sem tekur reglulega breytingum í takt við áherslur á hverjum tíma en þó er ljóst að mörg tækifæri eru til að gera betur í þessum málum og tryggja þannig áframhaldandi grósku í íslensku nýsköpunarumhverfi.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum