Hoppa yfir valmynd
23. maí 2016 Innviðaráðuneytið

Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Byggingakranar.
Byggingakranar.

Starfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Starfshópurinn er einnig með til skoðunar ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjalla m.a. um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslna o.fl.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Íris Bjargmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum,
  • Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri og Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, tilnefnd af Skipulagsstofnun.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum að breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna innleiðingar tilskipunar ESB fyrir 15. september næstkomandi en greinargerð eða tillögum vegna breytingar á öðrum ákvæðum laganna fyrir 1. desember 2016.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum