Hoppa yfir valmynd
21. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Fulltrúar Sveitarfélagsins Voga heimsóttu ráðuneytið

Starfsmenn Sveitarfélagsins Voga heimsóttu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í gær og fræddust um starfsemi sveitarstjórnarskrifstofu ráðuneytisins. Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hitti hópinn og síðan kynntu starfsmenn skrifstofunnar starfsemina.

Fulltrúar Sveitarfélagsins Voga heimsóttu ráðuneytið.
Fulltrúar Sveitarfélagsins Voga heimsóttu ráðuneytið.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga, fór fyrir sínu fólki en starfsmenn bæjarins óskuðu fyrir nokkru eftir því að fá að heimsækja ráðuneytið og kynna sér starfsemi sveitarstjórnarskrifstofunnar. Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri fór í upphafi yfir helstu verkefni skrifstofunnar og síðan fræddu starfsmenn hennar gestina nánar um einstök atriði svo sem um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, um átak til eflingar sveitarfélögum, fjallað var um vinnu við úrskurði og álit skrifstofunnar, um efnahagssamráð ríkis og sveitarfélaga og um störf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Í framhaldinu var síðan rætt almennt um starfsemina og skipst á skoðunum um samskipti ríkis og sveitarfélaga. Voru báðir aðilar sammála um gagnsemi heimsókna af þessum toga.

Fulltrúar Sveitarfélagsins Voga heimsóttu ráðuneytið.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum