Hoppa yfir valmynd
31. júlí 2018 Innviðaráðuneytið

Drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga og óskar eftir umsögnum um þær í samráðsgátt stjórnvaldaUm er að ræða nýjar reglur um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum sem veittir eru til verkefna á grundvelli byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Finna má byggðaáætlunina hér.

Reglunum er ætlað að tryggja að gætt sé jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða við úthlutun og umsýslu styrkja og framlaga úr byggðaáætlun. Reglurnar kveða meðal annars á um að ráðherra upplýsi árlega um skiptingu fjárheimilda til byggðaáætlunar og annarra byggðatengdra verkefna. Upplýsingarnar nái bæði til skuldbundinna framlaga en einnig styrkja og framlaga sem ráðherra úthlutar að undangengnu umsóknarferli. Þá fjalla reglurnar um hvernig standa skuli á auglýsingum um styrki og framlög, úthlutunarskilmálum og annarri framkvæmd styrkveitinga.

Unnt er að skila inn umsögnum um reglurnar til 14. ágúst næstkomandi, en umsagnir eru birtar í samráðsgáttinni jafn óðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum