Hoppa yfir valmynd
11. október 2019 Forsætisráðuneytið

Framtíðarsýn um arfleifð Jóns Sigurðssonar - efling starfsemi á Hrafnseyri og samhæfing stjórnsýslu

Nefnd Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hefur skilað skýrslu um arfleifð Jóns Sigurðssonar. Þar er sett fram framtíðarsýn um lifandi, nærtæka og tímalausa arfleifð. Starfsemin á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns, verði efld og stofnaður formlegur samstarfsvettvangur þeirra aðila sem nú sinna opinberri menningarstarfsemi sem tileinkuð er ævistarfi og minningu Jóns Sigurðssonar.

Lagt er til að starfsemin á Hrafnseyri þróist yfir í nútímalegt fræðasetur með alþjóðleg tengsl, sem sinni fjölþættu hlutverki fyrir menntir og menningu þjóðarinnar auk þess sem það verði lyftistöng í byggðalegu tilliti.

Forsætisráðherra hyggst leggja fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi síðar í vetur sem byggð verður á skýrslu nefndarinnar.

Nefndin var þannig skipuð:

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor, tilnefndur af Háskóla Íslands
Helga Þórsdóttir, starfandi safnstjóri, tilnefnd af Byggðasafni Vestfjarða
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, tilnefnd af Þjóðminjasafni Íslands
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, deildarstjóri, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
Skúli Gautason, menningarfulltrúi, tilnefndur af Vestfjarðastofu f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða
Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri, tilnefndur af skrifstofu Alþingis og
Kolbrún Halldórsdóttir, verkefnisstjóri, formaður, skipuð án tilnefningar.

Með nefndinni starfaði Bjarni Snæbjörn Jónsson ráðgjafi.

Arfleið Jóns Sigurðssonar - Skýrsla nefndar um inntak, stjórnsýslu og miðlun


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum