Hoppa yfir valmynd
27. október 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfsemi Loftslagsráðs efld og framkvæmdastjóri ráðinn ​

Þórunn Wolfram Pétursdóttir. - mynd

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að efla starfsemi Loftslagráðs með því að leggja til aukið fjármagn í fjárlagafrumvarpi 2023 til ráðsins. Jafnframt verður stofnað sérstakt opinbert félag um starfsemi þess og til þess ráðinn framkvæmdastjóri.

Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og hefur hún störf hjá Loftslagsráði 1. janúar 2023. Hún hefur doktorsgráðu í umhverfisfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og staðgengill Landgræðslustjóra. Þá gegndi Þórunn starfi aðstoðarmanns þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra árið 2017.

Loftslagsráð starfar á grundvelli laga um loftslagsmál og er skipað fulltrúum sveitarfélaga, launþega, neytenda, viðskipta- og atvinnulífs, bænda, háskólasamfélagsins, umhverfisverndarsamtaka og ungs fólks. Formaður og varaformaður, sem eru skipaðir af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra án tilnefningar, eru þau Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Ráðið skal samkvæmt lögum vera sjálfstætt í störfum sínum og veita stjórnvöldum aðhald og faglega ráðgjöf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum