Hoppa yfir valmynd
13. maí 2005 Forsætisráðuneytið

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands

Reykjavík, 13. maí 2005.

Nefnd um endurskoðun stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg,
150 Reykjavík.

Efni: Endurskoðun stjórnarskrárinnar og málefni fatlaðra.

Á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var 17. mars síðastliðinn, var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma:

„Öryrkjabandalag Íslands leyfir sér hér með að óska eftir við nefnd um endurskoðun stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands að hert verði á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar til samræmis við það sem best gerist í heiminum með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópu að leiðarljósi. Bandaríki Norður-Ameríku settu bann við mismunun í lög árið 1990 (Americans with Disability Act) og fleiri ríki hafa fetað í fótspor þeirra. Einnig má minna á yngstu, norrænu stjórnarskrána, þá finnsku, sem er í samræmi við drög að stjórnarskrá Evrópusambandsins.“

Öryrkjabandalag Íslands fer þess hér með á leit að mannréttindi fatlaðra verði tekin til sérstakrar umræðu í málstofu um lýðræði á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar 11. júní næstkomanda.

Virðingarfyllst,

f.h. Öryrkjabandalags Íslands,

Arnþór Helgason,
framkvæmdastjóri

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum