Hoppa yfir valmynd
27. september 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: reglugerð varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna

Heilbrigðisstarfsmaður
Heilbrigðisstarfsmaður


Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til starfa hér á landi. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember næstkomandi.

Með reglugerðinni verður innleidd tilskipun 2013/55/ESB um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sem innleidd var hér á landi með reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum, nr. 461/2011.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, nr. 26/2010. Þegar reglugerðin tekur gildi mun frá sama tíma falla úr gildi núgildandi reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum, nr. 461/2011.

Við yfirferð reglugerðarinnar er mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar ákvæði tilskipunar 2013/55/ESB og tilskipunar 2005/36/EB.  

Óskað er eftir að umsagnir verði sendar velferðarráðuneytinu í tölvupósti á póstfangið: [email protected] og að í efnislínu standi: „Umsögn varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna.“

Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. nóvember 2016.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum