Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 9. nóvember 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Lovísa Ósk Þrastardóttir varamaður Ástu Sigrúnar Helgadóttur, starfsmaður hjá Umboðsmanni skuldara, Einar Jón Ólafsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. af SA, Gyða Hjartardóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gissur Pétursson, án tilnefningar, Kristján Sturluson, tiln af RKÍ, Páll Ólafsson, frá BHM, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Íris Eik Ólafsdóttir varamaður Stellu K. Víðisdóttur, tiln. af Reykjavíkurborg, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tilnefningar, og Ingibjörg Broddadóttir, starfsmaður vaktarinnar.

Eftirtaldir starfsmenn Vinnumálastofnunar sátu fundinn: Hugrún Jóhannesdóttir forstöðumaður og Hrafnhildur Tómasdóttir og Guðlaug Pétursdóttir verkefnisstjórar.

1. Fundargerð

Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2. Samstarf velferðarvaktarinnar við þriðja geirann

Lára greindi frá samráðsdegi sem haldinn var að frumkvæði félags- og tryggingamálaráðuneytis og velferðarvaktarinnar 28. október sl. með níu samtökum þriðja geirans, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðilum með kjörorðunum „hjálp til sjálfshjálpar". Lesa má nánar um samráðsdaginn á vefsvæði velverðarvaktarinnar*. Í framhaldi var haldinn fundur með fulltrúum samtaka þriðja geirans í félags- og tryggingamálaráðuneyti , 8. nóvember sl., þar sem rætt var nánar um samstarf um það hvernig koma megi í veg fyrir biðraðir eftir mat. Þetta mál er enn í vinnslu í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

3. Kynning á vinnumarkaðsúrræðum Vinnumálastofnunar

Gissur Pétursson bauð stýrihópinn velkominn og greindi í stuttu máli frá starfsemi stofnunarinnar. Í framhaldi kynnti Hrafnhildur Tómasdóttir framkvæmd verkefnisins ungt fólk til athafna. Glærur frá kynningunni eru á vefsvæði velferðarvaktarinnar**. Hrafnhildur lagði meðal annars áherslu á að ná til unga fólksins strax í kjölfar atvinnumissis. Áhersla er lögð á að ungu fólki að 30 ára aldri bjóðist tækifæri til menntunar og er menntunin talin lykillinn að vinnumarkaðnum. Fólki, 30 ára og eldra, býðst starfsendurhæfing. Meðallengd námstengdra vinnumarkaðsúrræða er sex vikur en þau geta náð yfir eina önn í senn.

Guðlaug Pétursdóttir fjallaði um verkefnið ÞOR - þekking og reynsla sem hefur langtímaatvinnulausa í brennidepli. Þetta átak hófst í ágúst síðastliðnum. Um 35–40% þessa hóps er fólk sem ekki hefur langskólanám að baki (ófaglært), en um 18% hafa háskólapróf. Þann 1. júlí sl. voru 2.500 manns komin í hóp langtímaatvinnulausra, en þá er átt við þá sem hafa verið án atvinnu tólf mánuði eða lengur. Þeim sem eru 60 ára og eldri bjóðast sérstök námskeið.

Vakin var athygli á að allar tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi og notkun atvinnuúrræða verða að vera kyngreindar og kynntar þannig, en misbrestur virðist vera á þessu.

Rætt var um mikilvægi þess að fylgja vinnumarkaðsúræðum eftir, ekki síst þegar langtímaatvinnulausum fer fjölgandi. Nokkrir tugir einstaklinga hafa lokið atvinnuleysisbótatímabilinu án þess að fá atvinnu.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

*   http://velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/5256

** http://velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/5270

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum