Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áslaug Arna gestur í Auðvarpinu

Áslaug Arna var gestur í Auðvarpinu - hlaðvarpi Auðnu tæknitorgs, þar sem fjallað er um vísindalega nýsköpun.

Ráðherra ræddi m.a. sína sýn á málaflokkinn og hvernig pólitísk nýsköpun fer fram og hún vill spila sóknarleik við nýsköpun samfélagsins. Þannig eigi það að sjást á skipulagi og uppsetningu nýs ráðuneytis háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar að það sé komið til að hrista upp í hlutunum og brjóta niður múra á milli menntunar, nýsköpunar og atvinnulífs. Ráðuneytið eigi að vera sveigjanlegt og verkefnadrifið í ætt við Google og önnur þekkingarfyrirtæki. Þannig geti það best tekist á við áskoranir og nýtt tækifærin okkur öllum til hagsbóta.

Ráðherra fór einnig yfir fjarskiptamál og tækni og af hverju þau eiga svona góða samleið með nýsköpun í nýju ráðuneyti.

Þá fór Áslaug yfir ráðherrafund sem haldinn var í París nýverið þar sem málefni háskóla voru til umræðu. Í framhaldi af því ræddi hún fjármögnun háskóla og hvernig hún sæi fyrir sér stöðu Íslands eftir 30 ár.

Hlusta á þáttinn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum