Hoppa yfir valmynd
14. september 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþingi samþykkir breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð

Vatnajökulsþjóðgarður
Úr Vatnajökulsþjóðgarði

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Breytingarnar eru í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um þjóðgarðinn frá 2007, þar sem kveðið var á um endurskoðun stjórnfyrirkomulags garðsins, en um nýjung var að ræða í stjórnun friðlýstra svæða hér á landi.

Samkvæmt niðurstöðum starfshóps um endurskoðunina hefur núverandi stjórnfyrirkomulag reynst í megindráttum vel. Breytingarnar lúta hins vegar að því að skýra ábyrgðarsvið þeirra aðila sem koma að stjórnuninni en á sama tíma að halda í þá valddreifingu sem lögin kveða á um.

Aðrar breytingar eru gerðar í ljósi reynslu sem þjóðgarðurinn hefur öðlast frá því hann tók til starfa. Þar er einkum um að ræða ákvæði er lúta að leyfisveitingum, starfsemi innan þjóðgarðsins, gjaldtöku og eftirliti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum