Hoppa yfir valmynd
30. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Óbreyttar reglur á landamærum þar til ný reglugerð tekur gildi

Í dag samþykktu aðildarríki ESB afnám tímabundinna ferðatakmarkana inn á Schengen-svæðið gagnvart íbúum 15 ríkja. Listi yfir þessi lönd verður endurskoðaður á vegum ESB á minnst 14 daga fresti.  

Afnám tímabundinna takmarkana á ónauðsynlegum ferðum inn á ESB/Schengen svæðið nær til eftirfarandi ríkja:

Alsír

Ástralía

Kanada

Georgía

Japan

Marokko

Nýja Sjáland

Rúanda

Serbía

Suður Kórea

Svartfjallaland

Túnis

Tæland

Úrugvæ

Kína (Með fyrirvara um staðfestingu á gagnkvæmni)

Nú vinna íslensk stjórnvöld að innleiðingu þessara tilmæla og verður reglugerð gefin út á næstu dögum. Sömu skilyrði munu eiga við um íbúa þessara ríkja við komu til landsins og hafa átt við um íbúa ESB/Schengen-svæðisins. Allir sem til Íslands koma hafa val um skimun á landamærum eða að fara í 14 daga sóttkví.

Þær reglur sem settar voru 15. júní sl. munu gilda áfram þar til ný reglugerð, byggð á þeim tillögum sem hér er lýst, tekur gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira