Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2011 Innviðaráðuneytið

Skógur að Fossá í Hvalfirði formlega opnaður

Skógurinn að Fossá í Hvalfirði var á laugardag tekinn inn í verkefnið Opinn skógur og opnaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skóginn formlega við athöfn að viðstöddu fjölmenni. Jafnframt var Vigdísarlundur tekinn í notkun sem nefndur er eftir Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Eiríkur Páll Eiríksson, formaður Fossár, skógræktarfélags, opnuðu skóginnformlega.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Eiríkur Páll Eiríksson, formaður Fossár, skógræktarfélags, opnuðu skóginnformlega.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tók á móti gestum með tónlist en dagskrá hófst á því að innanríkisráðherra klippti á borða og opnaði skóginn formlega og flutti ávarp. Því næst var gengið til skógar þar sem harmonikkutónlist tók á móti gestunum og síðan gengið að Vigdísarlundi. Flutt voru ávörp og Karlakór Kópavogs tók lagið auk þess sem Brynhildur Ásgeirsdóttir lék á þverflautu.

Skógur að Fossá var formlega opnaður á laugardag.

Markmiðið með verkefninu „Opinn skógur“ er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga og gera þau aðgengileg almenningi. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé góð og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu. Þá hefur innanríkisráðuneytið styrkt Skógræktarfélag Íslands til að vinna að stígagerð, áburðargjöf, umhirðu og smíðavinnu í samráði við nokkur sveitarfélög og skógræktarfélög.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum