Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið kaupir þjónustu af Hrafnistu

Heilbrigðisráðuneytið hefur samið við Hrafnistu um kaup á hvíldar- og dagdeildarrýmum. Um er að ræða rekstur á 30 hvíldar- og dagdeildarrýmum með endurhæfingu. Samkomulag um verð tókst í dag. Eins og kunnugt er auglýsti Ríkiskaup f.h. heilbrigðisráðuneytisins eftir aðila til að reka allt að 35 hvíldarrými með endurhæfingu og 30 dagdeildarrými með endurhæfingu. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er ekki skylt að fram fari útboð á heilbrigðisþjónustu, en til að gæta gagnsæis og jafnræðis var ákveðið að auglýsa eftir aðila til að reka áðurnefnd rými. Hrafnista hafði lýst áhuga á að reka hvíldarrýmin í húsnæði í Laugarási en þar er góð aðstaða fyrir starfsemi af þessu tagi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum