Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Halla aðstoðar Ögmund

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Höllu Gunnarsdóttur, blaðamann, sér til aðstoðar í heilbrigðisráðuneytinu. Höllu Gunnarsdóttur er ætlað að vinna að sérstökum verkefnum sem snúa m.a. að því að meta áhrifin, sem atvinnuleysi getur haft á heilbrigðisþjónustu, ekki síst hvað varðar starfstéttir þar sem konur eru í meirihluta, og hver reynsla annarra þjóða er af niðurskurði í velferðarkerfinu, þegar efnhagskreppu er mætt með þeim hætti. Halla hefur þegar hafið störf. Halla Gunnarsdóttir er kennari að mennt og með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem blaðamaður undanfarin sex ár og síðustu tvö ár sem þingfréttaritari Morgunblaðsins.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum