Hoppa yfir valmynd
31. maí 2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórnsýsluúttekt á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að láta gera stjórnsýsluúttekt á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi á árunum 1990 – 2010.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að láta gera stjórnsýsluúttekt á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi á árunum 1990 – 2010.
Í kjölfar nýrra þjóðminjalaga árið 2001 og einkavæðingar rannsókna á sama tíma urðu miklar breytingar á þessu sviði sem ætlunin er að athuga í samhengi við breytingar á stjórnsýslu og umsýslu fornleifamála. Gert er ráð fyrir að gerðar verði tillögur um breytingar á reglugerðum og verklagsreglum um fornleifarannsóknir og skyld mál, og að þær tillögur byggist á niðurstöðum úttektarinnar.
Í tilefni af frumvarpi til laga um menningarminjar og þeirra breytinga, sem vænta má í kjölfarið af setningu nýrra laga, telur ráðuneytið ástæðu til að líta yfir farinn veg ásamt því að kortleggja stöðu fornleifarannsókna og málum þeim tengdum á Íslandi í dag. Tímabilið til athugunar eru tuttugu ár sem einkennast hafa af miklum breytingum á skipulagi fornleifaverndar á sama tíma og markverð þensla varð í fornleifarannsóknum og mikil fjölgun í stétt fornleifafræðinga.
Brynju Björk Birgisdóttur fornleifafræðingi hefur verið falið að gera úttektina. Brynja Björk er Cand. Philol. í fornleifafræði frá NTNU, Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet. Brynja Björk hefur víðtæka og fjölbreytta starfsreynslu í sínu fagi bæði hér innanlands og í Noregi en á árunum 2000 til 2010 starfaði hún þar, síðast sem verkefnastjóri hjá Fornleifadeild Háskólasafnsins í Þrándheimi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum