Hoppa yfir valmynd
31. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Námsstefna um vinnumarkaðsúrræði

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg í samvinnu við fleiri aðila standa fyrir námsstefnu um tækifæri og úrræði fyrir fólk sem misst hefur atvinnuna á Hótel Sögu 3. apríl næstkomandi. Námsstefnan er haldin að tillögu nefndar ráðuneytisins um vinnumarkaðsúrræði. Námsstefnan er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Á ráðstefnunni mun Christer Gustafsson, stofnandi og stjórnarmeðlimur Hallander-verkefnisins sem gaf góða raun í Svíþjóð í upphafi níunda áratugarins, flytja fyrirlestur. Verkefnið fólst í því að kenna atvinnulausum iðnaðarmönnum handbragð við varðveislu gamalla húsa. Verkefnið hlaut alþjóðalega athygli og var tilnefnt af Sameinuðu þjóðunum sem eitt af hundrað fyrirmyndaverkefnum árið 2002.

Á námsstefnunni verður einnig kynntur fjöldi innlendra úrræða sem ætlað er að stuðla að aukinni virkni og bættri stöðu atvinnulausra á vinnumarkaðnum.

Áhugasömum er bent á að tilkynna þátttöku sína á netfangið [email protected]

Unnt verður að fylgjast með námsstefnunni gegnum Netið á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins

Skjal fyrir Acrobat ReaderDagskrá námsstefnunnar (PDF, 75 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum