Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2009 Félagsmálaráðuneytið

Húsfyllir á námsstefnu um vinnumarkaðsúrræði

Húsfyllir var á námsstefnu um vinnumarkaðsúrræði sem haldin var í dag á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar þar sem mættu hátt í 200 manns. Námsstefnunni var sjónvarpað beint á Netinu og er upptaka aðgengileg á vef ráðuneytisins, ásamt glærum fyrirlesaranna.

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti ráðstefnuna og sagði meðal annars: „Við höfum þörf fyrir sköpunargleði, frumkvæði, nýjar hugmyndir og bjartsýni. Með þessi vopn í hendi náum við árangri þegar við berjumst gegn atvinnuleysi og neikvæðum afleiðingum þess. Hlutverk stjórnvalda er að mynda jarðveg sem auðveldar nýjum hugmyndum að skjóta rótum, vaxa og dafna.“

Tenging frá vef ráðuneytisins

Upptaka frá námsstefnunni, glærur fyrirlesara og fleira

Tenging frá vef ráðuneytisins

Ávarp ráðherraEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira