Hoppa yfir valmynd
7. september 2018 Innviðaráðuneytið

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 10. október

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst klukkan 16 og verður með svipuðu sniði og áður. Þetta er í tólfta sinn sem fundurinn er haldinn en ársskýrslur fyrri ára má finna hér.

Til fundarins verða boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóð. Boð á fundinn verða send út í síðar í september.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs en honum til ráðuneytis er sjö manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Í vor var opnað nýtt vefsvæði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem veitir á gagnvirkan hátt aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Á vefsvæðinu er hægt að skoða og bera saman framlög sjóðsins eftir landsvæðum og sveitarfélögum aftur til ársins 2013. Vefsvæðinu er ætlað að gera framlögum Jöfnunarsjóðs skil á aðgengilegri máta en áður og auðvelda notendum að gera samanburð og afla sér greinargóðra upplýsinga um málaflokkinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum