Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Verð heyrnartækja hjá HTÍ lækkar

Heyrnartækin lækka í verði um 5% að meðaltali frá og með deginum í dag. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega á undanförnum mánuðum og því er svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja. Heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni kosta frá kr. 28.000 til kr. 72.000. Þátttaka ríkisins er kr. 28.000 og dregst frá verði tækisins. Hlutur einstaklinga er því frá því að þeir þurfa ekki að greiða neitt fyrir tækin en getur orðið allt að kr. 45.000 krónur. Biðtími eftir heyrnartækjum er nú átta vikur “fyrir bak-við-eyrað-tæki” sem skýrist af smíðatímanum, en getur orðið eitthvað lengri fyrir sérsmíðuð flókin tæki. Biðtími í þeim sem var vandamál fyrir nokkrum misserum er því nánast úr sögunni.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum