Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2022 Utanríkisráðuneytið

Loftslagsráðstefnan hafin í Egyptalandi

Ljósmynd: © UNICEF/Ricardo Franco - mynd

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, hófst í Sharm el-Shekh í Egyptalandi í gær. Þar setjast á rökstóla fram til 18. nóvember oddvitar ríkja, ráðherrar og samningamenn, ásamt borgarstjórum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og fulltrúum fyrirtækja.

Að sögn UNRIC, Upplýsingjaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, byggir 27. ráðstefna aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál COP27 á niðurstöðum síðustu loftslagsráðstefnunni, COP26, í Glasgow. „Þar ber hæst brýn þörf fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla loftslagsþol og aðlögun að óumflýjanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá mun marglofuð aðstoð til þróunarríkija til að fjármagan loftslagsaðgerðir verða í brennidepli,“ segir í frétt UNRIC.

„Markmið COP27 er að endurnýja samstöðu ríkja til að tryggja árangur hins sögulega Parísarsamkomulags. Ráðstefnan er haldin á tímum vaxandi orkukreppu, öfgaveðurfars og samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem aldrei hefur verið meiri. Aldrei hefur verið brýnna að skila árangri í þágu fólksins og plánetunnar,“ segir þar enn fremur.

Hér má sjá greinar um aðlögun að loftslagsbreytingum sem búast má við að verði í brennidepli á ráðstefnunni. Þá má finna umfjöllun um skýrslur Sameinuðu þjóðanna sem birtar eru í aðdraganda COP27 um hækkun hitastigs í Evrópu, losun CO2, bráðnun jökla, þörf á fjármögnun aðlögunar og um förgun kolefnis. Hér má svo sjá útskýringar á helstu hugtökum í umræðum um loftslagsbreytingar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum