Hoppa yfir valmynd
25. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úthlutanir Menningarsjóðs Íslands og Finnlands 2019

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir styrkja og framlaga úr Menningarsjóði Íslands og Finnlands fyrir seinni helming ársins 2019 og fyrri hluta ársins 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja árlega félög, samtök og einstaklinga vegna verkefna sem orðið geta til þess að efla menningarsamskipti Íslands og Finnlands. Alls bárust 91 umsóknir en stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að úthluta alls
3,5 milljónum kr. þessu sinni til 29 verkefna.

Úthlutunarfundinn sátu Pekko Timonen (formaður sjóðsins), FM Riita Heinämaa, Eiríkur Þorláksson og Málfríður Kristjánsdóttir.

Sjá nánari upplýsingar um styrkúthlutanir Menningarsjóðs Íslands og Finnlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum