Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og barna þeirra

Félagsmálaráðherra hefur í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á 134. löggjafarþingi, skipað nefnd er fjalli um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni verður jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og foreldra með sameiginlegt forræði utan sambúðar og aðstæður þeirra.

Meginverkefni nefndarinnar verður að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu þessara foreldrahópa, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða.

Greinargerð og tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. júní 2008.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Ágúst Ólafur Ágústsson, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður,
  • Dögg Pálsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra,
  • Jóhanna Gunnarsdóttir, tiln. af dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
  • Helga Þórisdóttir, tiln. af menntamálaráðuneyti, Guðni Olgeirsson til vara,
  • Sigríður Jónsdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Ellý A. Þorsteinsdóttir til vara,
  • Sigrún Júlíusdóttir, tiln. af Háskóla Íslands, Jóhanna R. Arnardóttir til vara,
  • Björk Vilhelmsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ellý Erlingsdóttir til vara,
  • Páll Ólafsson, tiln. af Félagsráðgjafafélagi Íslands, Þorsteinn S.Sveinsson til vara,
  • Sjöfn Þórðardóttir, tiln. af Heimili og skóla, Helga Margrét Guðmundsdóttir til vara,
  • Laufey Ólafsdóttir, tiln. af Félagi einstæðra foreldra, Katrín Theodórsdóttir til vara,
  • Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af Félagi stjúpforeldra, Marín Jónasdóttir til vara,
  • Lúðvík Börkur Jónsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti, Heimir Hilmarsson til vara.

Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri félagsmálasviðs Hagstofunnar, verður tengiliður Hagstofunnar við nefndina varðandi gagnaöflun og úrbætur í gagnavinnslu. Sérfræðingar félagsmálaráðuneytisins munu starfa með nefndinni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum